Kennarahefti
55 lög sígild og ný. Laglínur með hljómabókstöfum. Fjölbreyttar stíltegundir: Blús, Bossa Nova, Cha-cha-cha, Popp, Rokk og Techno. Stuttar kennsluleiðbeiningar og hugmyndir.
Þetta blokkflautunámsefni er ætlað 6-8 ára forskólanemendum í tónlistarskóla eða hópkennslu í tónmennt við grunnskóla. Efnið ætti líka að geta nýst byrjendum í blokkflautuleik.
Námsefnið samanstendur af nemendahefti og kennarahefti. Auk þess fylgir stafrænt undirspilsefni. Stafræna undirspilinu er ætlað að glæða kennsluna meira lífi þannig að upplifun nemenda af lögunum verði bæði gagnleg og skemmtileg.
Markmiðið með útgáfu námsefnisins er að auka úrval kennsluefnis fyrir forskólakennslu á Íslandi. Við höfundarnir, höfum í gegnum tíðina safnað saman þessu fjölbreytta námsefni og notað með mjög góðum árangri. Okkar reynsla sýnir að þetta námsefni virkar , höfðar einstaklega vel til barna af báðum kynjum og kveikir áhuga á frekara tónlistarnámi.
55 lög sígild og ný. Laglínur með hljómabókstöfum. Fjölbreyttar stíltegundir: Blús, Bossa Nova, Cha-cha-cha, Popp, Rokk og Techno. Stuttar kennsluleiðbeiningar og hugmyndir.
Fyrstu 10 tónar blokkflautunnar kynntir. 55 lög sígild og ný. Fjölbreyttar stíltegundir: Blús, Bossa Nova, Cha-cha-cha, Popp, Rokk og Techno. Söngtextar eru við nær öll lögin. Stutt verkefni og skemmtilegar teikningar lífga upp á efnið..
"Hef frábæra reynslu af þessu námsefni. Mjög vel fram sett og skemmtilegt bæði fyrir nemendur og kennara. Fagna útgáfu þess og get svo sannarlega mælt með því. Mikill fengur af þessu fyrir forskólakennslu í blokkflautu."
Sigríður Friðjónsdóttir"Frábært kennsluefni. Vel uppbyggt og fullt af ótrúlega flottum lögum og textum sem eru kærkomin viðbót í kennsluflóruna."
Gestur Guðnason"Mjög skemmtileg bók sem hjálpar manni að læra nóturnar."
"Mér fannst þægilegt að hafa myndir sem sýna manni hvernig á að halda á flautunni þá gat ég lært ný lög sjálfur heima."
"Góð hugmynd að geta litað myndirnar eins og ég vill og að það eru verkefni."